Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 12. október 2019 10:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rooney var ekki hrifinn af skilaboðum Woodward
Rooney í treyju United á vordögum ársins 2016.
Rooney í treyju United á vordögum ársins 2016.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney fékk á sínum tíma skilaboð frá Ed Woodward, stjórnarformanni Manchester United, þar sem Woodward kallaði hann gælunafni sínu 'Wazza'. Rooney fannst ekki mikið til koma.

Ed Woodward hefur verið mikið á milli tannanna á fólki síðan hann tók við sem stjórnarformaður hjá Rauðu Djöflunum. Woodward hefur verið hrósað fyrir hæfni sína að semja við auglýsendur og í raun fyrir flest allt nema það sem kemur að því að semja um kaup á leikmönnum, þá hafa hrósin verið færri.

Rooney fékk skilaboð frá Woodward eftir sigur á Everton í undanúrslitum bikarsins árið 2016. Rooney lék á miðjunni í leiknum og fékk mikið lof fyrir, þar á meðal frá Woodward. Rooney var ekki hrifinn af því hvernig skilaboðin frá Woodward voru en hann var kallaður gælunafni sínu sem Rooney fannst furðulegt.

"Hi Wazza, loved the game" eða á íslenskunni „Hæ Wazza, flottur leikur". Rooney og gangrýnendur finnst skrýtið að maður í stöðu Woodward hafi tjáð sig í slíkum tóm við leikmann liðsins, eins og hann væri hans besti vinur.
Athugasemdir
banner