mán 02. desember 2019 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Van Dijk gerði grín að Ronaldo: Kom hann til greina?
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo mætti ekki á verðlaunaafhendingu Ballon D'Or í kvöld til að vera viðstaddur verðlaunaafhendingu fyrir bestu leikmenn síðasta tímabils í Serie A, sem fer fram í Mílanó í kvöld.

Virgil van Dijk var næstbestur og mætti hann til Parísar. Hann var spurður út í fjarveru Ronaldo og gaf skemmtilegt svar.

„Af hverju, kom hann til greina sem sigurvegari?"

Ronaldo hefur hlotið verðlaunin fimm sinnum og er líklega á síðasta séns til að næla sér í sjöttu verðlaunin, enda verður hann 35 ára í febrúar.

Lionel Messi hlaut verðlaunin í sjötta sinn og gæti hann unnið þau í sjöunda skiptið ef hann á gott tímabil. Messi verður 33 ára næsta sumar.

Ronaldo er búinn að gera 18 mörk í 22 leikjum fyrir Portúgal og Juventus á leiktíðinni. Messi er kominn með 11 í 14.

Robert Lewandowski, sóknarmaður Bayern og pólska landsliðsins, hefur þó farið betur af stað en báðar ofurstjörnurnar. Hann er kominn með 32 mörk í 27 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner