banner
   þri 03. desember 2019 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja ekki að Bale spili golf næsta sumar
Mynd: Getty Images
Gríðarlegur áhugi Gareth Bale á golfi hefur ekki farið framhjá knattspyrnuunnendum en hann segist halda svipað mikið uppá golf og fótbolta, ef ekki meira.

Hann mun þó líklegast ekki fá leyfi til að spila golf næsta sumar þegar hann þarf að halda sér heilum fyrir EM með velska landsliðinu.

Jonathan Ford, framkvæmdastjóri velska landsliðsins, og Ryan Giggs, landsliðsþjálfari, eru sammála um að Bale eigi að einbeita sér að fótbolta næsta sumar og sleppa því alfarið að fara í golf.

„Við getum ekki verið í þeirri stöðu þar sem við eigum í hættu á að missa leikmann í meiðsli útaf því að hann fór í golf," sagði Ford í viðtali við Sky Sports.

Bale er að margra mati besti knattspyrnumaður í sögu Wales og hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár. Wales komst í undanúrslit á EM 2016, en það var í annað sinn í sögunni sem landsliðið kemst á stórmót. Fyrsta skiptið var HM 1958 og náðu Walesverjar 6. sæti það skiptið.

Sjá einnig:
Bale: Spenntari fyrir leikjum með Wales heldur en Real Madrid 
Bale gæti verið í vandræðum eftir fagnaðarlætin í gær 
Marca lætur Bale heyra það 
Zidane alveg sama um Bale og borðann 
Bale fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Real Madrid 
https://fotbolti.net/fullStory.php?id=290284


Athugasemdir
banner
banner
banner