Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   þri 03. desember 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Klopp: Hefði verið rétt að Van Dijk fengi Ballon d'Or
Van Dijk (til hægri).
Van Dijk (til hægri).
Mynd: EPA
Lionel Messi vann sinn sjötta Ballon d'Or gullknött í gærkvöldi en Virgil Van Dijk, varnarmaður Liverpool, endaði í öðru sæti.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, telur að sinn maður hafi átt skilið að hljóta verðlaunin.

„Ég hef horft á Lionel Messi gríðarlega oft og hann er besti leikmaður sem ég hef séð í mínu lífi," segir Klopp.

„Ég man ekki eftir betra tímabili hjá varnarmanni og það hefði verið rétt ef Virgil hefði unnið þetta. Ég heyrði að hann hafi verið nálægt þessu."

Liverpool tekur á móti Everton annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner