Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
   fös 28. desember 2007 15:32
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Rivals DM 
Ferguson segir æfinguna skapa meistarann Ronaldo
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir ekkert til í því að Cristiano Ronaldo hafi sérstaka tækni í aukaspyrnum sínum heldur gangi honum svo vel með þær því hann æfir sig svo mikið.

Ronaldo skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu í 4-0 sigri liðsins á Sunderland á annan í jólum og í kjölfarið hafa menn verið að velta því fyrir sér hvernig hann fer að þessu. Sumir velta fyrir sér hvernig hann stillir boltanum upp til að ná þessum snúningi á boltann.

Ein kenningin er sú að hann reyni að hitta ventilinn á boltanum þegar hann skýtur og nái þannig snúningi á boltann sem gerir markvörðum ómögulegt að verja boltann. Ferguson segir þetta algjört rugl og segir Ronaldo bara græða á aukaæfingum.

,,það eina sem ég hef heyrt um þetta er síðustu tvo daga um boltann og hvernig Cristiano stillir honum upp," sagði Ferguson.

,,Þetta er kjaftæði. Hann tekur um 30 aukaspyrnur eftir æfingu á hverjum einasta degi. Boltarnir eru ekki bara aðrir en við notum í leikjum heldur hef ég aldrei séð hann hugsa út í hvar ventillinn er."

,,Það mikilvægasta er æfingin, æfingin skapar meistarann."

Athugasemdir
banner
banner
banner