Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   fim 15. júlí 2010 21:47
Magnús Már Einarsson
Evrópudeildin: Breiðablik tapaði naumlega gegn Motherwell
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Motherwell 1 - 0 Breiðablik
1-0 Ross Forbes ('63)

Breiðablik tapaði 1-0 gegn Moterwell í Skotlandi í kvöld í fyrri leik liðanna í annarri umferð Evrópudeildarinnar.

Ross Forbes skoraði eina markið á 63.mínútu leiksins. Hann átti þá hornspyrnu sem var skölluð í burtu en Forbes gerði sér þá lítið fyrir og skrúfaði boltann í markhornið.

John Sutton, Jamie Murphy og Ross Forbes fengu allir færi til að bæta við mörkum fyrir heimamenn.

Blikar ógnuðu líka nokkrum sinnum og Kristinn Steindórsson fékk fínt færi auk þess sem Guðmundur Pétursson gerði sig líklegan.

Síðari leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku og Blikar ættu að eiga ágætis möguleika á að komast áfram.
banner
banner
banner
banner