Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   mið 01. febrúar 2023 11:36
Elvar Geir Magnússon
Srivaddhanaprabha þurrkar út skuldir við Leicester
Srivaddhanaprabha og Brendan Rodgers.
Srivaddhanaprabha og Brendan Rodgers.
Mynd: EPA
Aiyawatt Srivaddhanaprabha stjórnarformaður Leicester hefur breytt 194 milljóna punda skuldum félagsins við eigendurna King Power í hlutafé. King Power fyrirtækið er í eigu fjölskyldu hans.

Leicester fékk lánið til að byggja upp nýtt æfingasvæði félagsins, sem er í heimsklassa, og halda áfram að setja fjármagn í liðið og kvennaliðið þegar Covid heimsfaraldurinn reið yfir.

„Að viðhalda stöðugleika til langs tíma er mikilvægt fyrir sjálfbæran vöxt félagsins og öruggan fjárhagsgrundvöll," segir Srivaddhanaprabha

„Ég trúi af öllu hjarta á Leicester City og því sem félagið getur áorkað fyrir aðdáendur okkar, fólkið okkar og samfélög okkar - í Leicester, Tælandi og um allan heim."

Mikil ánægja er með Srivaddhanaprabha og þessa ákvörðun meðal stuðningsmanna Leicester.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
2 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
3 Liverpool 3 3 0 0 8 4 +4 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
9 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
10 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
11 Man Utd 3 1 1 1 4 4 0 4
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
15 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
16 Man City 3 1 0 2 5 4 +1 3
17 Burnley 3 1 0 2 4 6 -2 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner