Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. mars 2021 14:25
Elvar Geir Magnússon
Barnaolían var frábær hugmynd
Adama Traore ber á sig olíu.
Adama Traore ber á sig olíu.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, segir að það hafi verið snilldarhugmynd að bera barnaolíu á handleggi Adama Traore.

Olían hindri varnarmenn í að geta gripið um handleggi hans.

„Þetta var ekki mín hugmynd en hún var mjög góð," segir Nuno.

„Það er mjög erfitt að stöðva Adama því handleggir hans verða sleipari og hraði hans getur þá nýst betur. Þetta getur reynst vel."

„Þetta var frábær hugmynd sem kom upphaflega frá læknateyminu. Hann hafði meiðst á öxl vegna þess að varnarmenn voru að halda um handlegginn. Þetta var til að forðast meiðsli en hann hefur haldið áfram að gera þetta."

Adama Traore byrjaði að nota olíuna á síðasta ári og hefur haldið sig við hana.
Athugasemdir
banner
banner