Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mán 01. mars 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eric Garcia verður leikmaður Barcelona
Eric Garcia mun ganga í raðir Barcelona í sumar. Hann kemur á frjálsri sölu frá Manchester City.

Samningur Garcia er að renna út hjá City og hefur hann ekki alveg verið inn í myndinni hjá Pep Guardiola, stjóra félagsins.

Garcia, sem oftast spilar sem miðvörður, skrifar undir fimm ára samning við Barcelona ef heimildir Fabrizio Romano eru réttar.

Garcia er tvítugur Spánverji sem hefur verið í tvö ár hjá City.
Athugasemdir