Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 01. mars 2024 23:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Celta Vigo vann tíu leikmenn Almeria
Mynd: EPA

Celta 1 - 0 Almeria
1-0 Oscar Mingueza ('73 )
Rautt spjald: Bruno Langa, Almeria ('65)


Celta Vigo vann Almeria í spænsku deildinni í kvöld en bæði lið berjast á botninum.

Eina mark leiksins skoraði Oscar Mingueza með góðu skoti fyrir utan vítateiginn en þá var Celta Vigo manni fleiri eftir að Bruno Langa varnarmaður Almeria hafði látið reka sig af velli.

Celta Vigo er nú sex stigum frá fallsæti en Almeria situr áfram sem fastast á botninum með aðeins níu stig.

Almeria hefur nú spilað 27 leiki í röð án þess að vinna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner