„Mér fannst við spila ágætlega í dag,“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari ÍBV strax eftir leik. „Við skorum gott mark og fengum séns einn á móti markmanni sem við nýttum illa sem hefði jafnvel getað stútað þessum leik. Þórsarar koma til baka og vendipunkturinn er að Dean Martin er rekinn útaf með rautt spjald í fyrri hálfleik. Það er alltaf erfitt að spila 10 á útivelli.“
Lestu um leikinn: Þór 1 - 1 ÍBV
Hvað var það sem átti sér stað hjá Dean Martin?
„Dómarinn vildi meina að hann hafi viljandi gefið honum olnbogaskot í andlitið en Deano vill ekki meina það. Ég hlakka bara til að sjá þetta í sjónvarpinu, vonandi að dómarinn hafi náð þessu rétt, hann fær allavega greitt fyrir það að ná þessu rétt.“
Nánar er rætt við Sigga Ragga í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























