Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 01. júní 2020 09:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erum að leita að markverði en hann heitir ekki Karius"
Loris Karius.
Loris Karius.
Mynd: EPA
Framtíðin er í óvissu hjá þýska markverðinum eftir að hann rifti lánssamningi sínum hjá Besiktas í Tyrklandi.

Hertha Berlin er sagt hafa áhuga á hinum 26 ára Karius en nokkuð ljóst þykir að Karius eigi ekki afturkvæmt til Liverpool. Síðasti leikur Karius fyrir Liverpool var gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018, en sá leikur fór hörmulega fyrir Karius.

Michael Preetz, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Hertha, segir að félagið hafi engan áhuga á Karius.

„Við erum að leita að markverði en hann sá markvörður heitir ekki Karius," sagði Preetz í þýskum fjölmiðlum.

Samningur Karius við Liverpool rennur út sumarið 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner