Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   fim 01. júní 2023 14:55
Elvar Geir Magnússon
Baulað á son Phil Neville - „Ráðist frekar á mig“
Phil Neville
Phil Neville
Mynd: Getty Images
Phil Neville hefur svarað stuðningsmönnum Inter Miami eftir að þeir bauluðu á Harvey son hans sem kom inn sem varamaður í 1-0 tapi gegn New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni

Í stúkunni mátti sjá 'Neville burt' borða en margir stuðningsmenn kalla eftir þjálfaraskiptum í ljósi þess að illa hefur gengið. Inter Miami hefur aðeins unnið tvo af síðustu þrettán leikjum.

Þegar Neville lét Harvey inn af bekknum kom baul frá hluta af stuðningsmönnum á leiknum.

„Þetta særir. En ég skil þetta og held að hann skilji þetta. En er ég sammála? Líklega ekki," sagði Neville eftir leik.

„Ráðist á mig, ég get höndlað það. Ég hef tekið því allan minn feril. Við erum með bestu stuðningsmennina og ég skil þeirra pirring, borðana og allt það því þetta er fylgifiskur þess að vera stjóri í fótboltanum."

„Ef þú ert óánægður, láttu stjórann heyra það. Ekki ráðast á son minn. Það særir og er persónulegt. Úrslitin hafa ekki verið nægilega góð og við þurfum að taka gagnrýninni."

David Beckham og meðeigendur hans á Inter Miami þurfa að taka stóra ákvörðun um hvort Neville eigi að halda starfinu. Ef hann verður áfram í starfi er stórleikur í næstu umferð, gegn Wayne Rooney og lærisveinum í DC United.
Athugasemdir
banner
banner