De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fim 01. júní 2023 15:35
Elvar Geir Magnússon
Býst við því að City pakki United saman á Wembley
Chris Sutton, sérfræðingur BBC.
Chris Sutton, sérfræðingur BBC.
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, sparkspekingur breska ríkisútvarpsins, býst við auðveldum sigri Manchester City gegn Manchester United í úrslitaleik FA-bikarsins á laugardag.

Hann spáir 3-0 sigri City.

„Manchester United hefur átt frábært tímabil og vill með öllum tiltækum ráðum koma í veg fyrir að City vinni þrennuna. Á endanum ræðst þetta hinsvegar á því hvort liðið er með betri leikmenn," segir Sutton.

„Pep Guardiola mun mæta með sitt sterkasta lið og þegar City er fullmannað er það yfirburðalið. City hvíldi leikmenn í síðasta leik. Við vitum að City mun verða miklu meira með boltann og United þarf að verjast vel í gegnum leikinn en ég sá þá ekki ráða við andstæðinga sína."

Hann segir að skyndisóknir verði helsta vopn United á Wembley en telur að City ætti að ráða vel við þær.

„City mun ekki bara vinna andstæðinga sína sannfærandi, þeir munu sópa gólfið með þeim," segir Sutton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner