De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   fim 01. júní 2023 23:10
Sölvi Haraldsson
Hans Viktor: Það var mjög sætt að sjá boltann í netinu
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hans Viktor Guðmudsson, fyrirliði Fjölnis, átti magnaðan leik í kvöld í 2-1 sigri Fjölni á ÍA. Fyrirliðinn kíkti í viðtal eftir leik og var í skýjunum með að hafa náð að landa sigrinum við krefjandi aðstæður.

„Bara mjög ánægður. Þetta var auðvitað erfiður leikur og að ná að klára þetta var bara frábært.“


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  2 Fjölnir

Skagamenn voru betri aðilinn í seinni hálfleik, það hlýtur að hafa verið sætt að sjá boltann í netinu þegar Guðmundur skoraði í lokin.

„Já það var mjög sætt. Það er auðvitað ákveðinn léttir og þeir fá síðan líka víti undir lokin þannig það er stutt á milli í þessu.“

Sigurjón átti geggjaðan leik í dag, hvernig er að vera með Sigurjón fyrir aftan sig á milli stanganna?

„Það er bara mjög gott. Hann var frábær í dag og átti frábærar vörslur. Skallinn sérstaklega í síðari hálfleik, það er bara mjög gott að hafa hann fyrir aftan sig.“

Hvernig fannst þér leikurinn spilast?

„Mér fannst við koma sterkir inn í byrjun fyrri hálfleiks, 15 - 20 mínútur eða eitthvað svoleiðis. Svo eftir markið þá setjumst við svolítið niður. Leikurinn var síða bara þannig restina af leiknum. Auðvitað hefði maður viljað spil betri fótbolta en það er bara frábært að ná að klára þetta.“

Grótta er næsti andstæðingur, hvernig sérðu þann leik fyrir þér?

„Allir leikir í þessari deild eru erfiðir þannig ég býst bara við mjög efiðum leik.“

Var eitthvað sérstakt sem þú varst sáttur með í dag frá sjálfum þér eða liðinu?

„Já þá bara helst liðinu. Hvað við lögðum mikið í þetta og vorum grimmir út um allan völl og þá líka liðsheildin.“

Hvað fannst þér fara úrskeðis í hálfleik þegar Skagamenn taka öll völd í upphafi síðari hálfleiks? Var eitthvað sérstakt sem vantaði upp á hjá ykkur í dag?

„Við áttum í dálitlum erfiðleikum með að telja í pressunni. Þeir fengu oft að fara hátt upp á völlinn með boltann. Það er eitthvað sem fór úrskeðis og hefðum átt að gera betur fannst mér.“

Hvernig sást þú þennan vítaspyrnudóm undir lokin?

„Mér fannst hann bara fara í boltann og hann fór í boltann. En dómarinn gaf engar útskýringar á dómnum.“ sagði Hans Viktor, fyrirliði Fjölnis, eftir sigur á Skagamönnum í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner