Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 01. júlí 2020 11:02
Magnús Már Einarsson
Christian Sivebæk til Fjölnis (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur staðfest komu danska sóknarmannsins Christian Sivebæk en hann kemur frá Viborg í dönsku B-deildinni.

Hinn 32 ára gamli Sivebæk skoraði sjö mörk og lagði upp sex fyrir Viborg á þessari leiktíð.

Hann er sonur John Si­vebæk, fyrrum leikmanns Manchester United, en hann spilaði 87 landsleiki með Dönum á ferlinum og vann EM 1992 með liðinu.

Félagaskiptaglugginn lokaði á miðnætti en Fjölnir náði einnig að fá ungverska varnarmanninn Peter Zachan í sínar raðir fyrir gluggalok.

Fjölnismenn eru með eitt stig eftir þrjár umferðir í Pepsi Max-deildinni en næsti leikur liðsins er gegn Fylki á laugardag.

Athugasemdir
banner
banner
banner