Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 01. júlí 2020 10:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ívar Örn: Sérstakt að vera hluti af uppeldisfélaginu í úrvalsdeild
Heilt yfir er ég mjög ánægður með tímann hjá Val fyrir utan hvað ég spilaði lítið síðasta rúma árið. Valur er flott félag og gott að vera þar.
Heilt yfir er ég mjög ánægður með tímann hjá Val fyrir utan hvað ég spilaði lítið síðasta rúma árið. Valur er flott félag og gott að vera þar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég tek 2018 tímabilið sem plús. Þá var ég með skilgreint hlutverk í liðinu og átti þátt í að liðið varð Íslandsmeistari sem var mjög ánægjulegt.
Ég tek 2018 tímabilið sem plús. Þá var ég með skilgreint hlutverk í liðinu og átti þátt í að liðið varð Íslandsmeistari sem var mjög ánægjulegt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er flott að vera kominn aftur í HK. Spennandi að vera kominn heim," sagði Ívar Örn Jónsson sem í gær var keyptur til HK frá Val.

HK hafði sýnt áhuga á Ívari fyrr á þessu ári og var Ívar spurður hvað hefði breyst frá því í mars.

„Já það voru einhverjar viðræður en mér fannst tímapunkturinn ekki réttur til að skipta um félag," sagði Ívar við Fótbolta.net þann 21. mars.

„Ég vildi berjast áfram fyrir sæti mínu í Valsliðinu og fannst vera grundvöllur fyrir því. Svo gáfu fyrstu leikirnir á tímabilinu aðeins til kynna að maður væri fyrir utan liðið og þá var kominn tími til að skoða sín mál," sagði Ívar í morgun.

Voru einhver önnur lið sem sýndu áhuga í gær?

„Ég get ekki nefnt nein lið en það voru einhverjar þreifingar hjá einhverjum liðum, ég vil ekki nafngreina þau af virðingu við þau. Þreifingar sem oft vilja verða á gluggadögum, HK varð fyrir valinu."

Ívar, sem er 26 ára gamall og spilar oftast í vinstri bakverði, gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2018 frá Víkingi R. en hann kom til Víkings eftir tímabilin 2011 og 2012 með HK í 1. og 2. deild. Hann lék með Fram og HK í yngri flokkunum. Er Ívar sáttur við tímabilin tvö hjá Val?

„Tíminn var misjafn. Maður er 'bæði og' sáttur, hefði viljað spila meira og þannig hafa meiri áhrif á hlutina, þá sérstaklega núna og á síðasta tímabili, sem var erfitt. Ég tek 2018 tímabilið sem plús. Þá var ég með skilgreint hlutverk í liðinu og átti þátt í að liðið varð Íslandsmeistari sem var mjög ánægjulegt. Ég tek það með mér sem jákvæðan hlut."

„Heilt yfir er ég mjög ánægður með tímann hjá Val fyrir utan hvað ég spilaði lítið síðasta rúma árið. Valur er flott félag og gott að vera þar. Fullt af flottu fólki sem maður kynnist og fullt af góðum leikmönnum sem maður spilaði með en maður hefði að sjálfsögðu viljað gera betur persónulega og vera í stærra hlutverki. Það eru jákvæðir punktar og punktar sem hefðu getað farið betur."


Aftur að áhuga HK, hefur hann verið stöðugur frá tilboðinu í mars eða var hann fyrst tilfinnanlegur aftur í gær?

„Fyrir mitt leiti þá kemur þetta upp aftur í gær. Ég ræði mína stöðu innan Vals og eftir það fara hjólin að snúast, félögin ná saman og þá var allt klárt bara. Hlutirnir gerðust í gær og í fyrradag."

Að lokum, hvernig líst Ívari á tímabilið og sumarið með HK?

„Mér líst vel á það, HK hefur farið þokkalega af stað, sótti þrjú stig í Frostaskjólið þannig að það býr hellingur í liðinu, það er alveg vitað. Ég er mjög spenntur að leggja mitt af mörkum og gera vel fyrir HK, mitt uppeldisfélag."

„Að vera partur af félaginu í úrvalsdeild er svolítið sérstakt fyrir mig, eitthvað sem mann langaði að gera þegar maður var yngri og frábært að fá tækifæri til að til að vera hluti af félaginu í efstu deild. Í hvaða hlutverki ég verð er undir Brynjari [Birni Gunnnarssyni, þjálfara] og Viktori [Bjarka Arnarssyni, aðstoðarþjálfara] og teyminu komið. Tímabilið er byrjað sem er kannski ekki 'idealt' en maður þarf að koma sér fljótt inn í hlutina og taka því hlutverki sem gefst svo að liðinu gangi vel,"
sagði Ívar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner