Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 01. júlí 2022 15:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Herzogenaurach
Stelpurnar héldu afmælisveislu eftir langt ferðalag
Icelandair
Glódís átti afmæli um daginn.
Glódís átti afmæli um daginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stemningin í íslenska landsliðshópnum fyrir EM er gríðarlega góð og mikil liðsheild sem er búin að skapast.

Liðið hefur síðustu daga verið að undirbúa sig fyrir EM; fyrst á Íslandi, svo í Póllandi og núna eru þær komnar til Þýskalands.

Í svona undirbúningi gefst nokkuð mikill frítími fyrir leikmenn og hefur hann verið nýttur fyrir ýmislegt skemmtilegt að þessu sinni - meðal annars fyrir afmælisveislu.

Glódís Perla Viggósdóttir, lykilmaður í liði Íslands, átti afmæli á dögunum. Hún var spurð að því hvernig hefði verið haldið upp á það eftir leik liðsins við Pólland síðasta miðvikudag.

„Því var fagnað með flugi og langri rútuferð. Svo voru stelpurnar æðislegar. Þær voru búnar að kaupa smá drasl og dóterí og bjuggu til smá veislu. Það var ótrúlega gaman.”

„Þetta er búið að vera gaman og tíminn hefur liðið ótrúlega hratt. Mér líður eins og við séum nýkomnar. Ég er spennt fyrir Þýskalandi. Það verður mikið af æfingum og mikið gaman,” sagði Glódís.

Allt viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

Leikir Íslands á EM:
10. júlí gegn Belgíu (Academy Stadium, Manchester)
14. júlí gegn Ítalíu (Academy Stadium, Manchester)
18. júlí gegn Frakklandi (New York Stadium, Rotherham)
Glódís: Gott að fá að spila á móti svona hörkuleikmanni rétt fyrir EM
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner