Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 01. ágúst 2021 21:52
Victor Pálsson
Óánægður með Edouard - Sparar sig því glugginn er opinn
Mynd: Getty Images
Kevin Phillips, fyrrum leikmaður Sunderland og enska landsliðsins, hefur sent pillu á Odsonne Edouard, leikmann Celtic, eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Edouard er orðaður við önnur félög þessa dagana en lið á Englandi eru talin vilja fá hann áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Celtic hefur byrjað tímabilið gríðarlega illa og er úr leik í Meistaradeildinni ásamt því að hafa tapað fyrsta deildarleiknum gegn Hearts.

Phillips telur að Edouard sé ekki að reyna sitt besta í treyju Celtic og telur það koma niður á liðinu.

„Ég sé þetta frá báðum hliðum og ég get skilið af hverju hann byrjaði leikinn," sagði Phillips.

„Miðað við fyrri reynslu hefði ég ekki byrjað honum. Það er erfitt þegar félagaskiptaglugginn er opinn, hann vill ekki meiðast."

„Hann er með tækifæri á að fara í ensku úrvalsdeildina en þú horfir á frammistöðuna og spyrð þig hvort hann sé að spila með það í huga."

„Það er ekki það sem Celtic þarf. Ég er viss um að stjórinn hafi rætt við Edouard og að hann hafi sagst vilja spila. Þú segist aldrei ekki vilja spila. Hann er að reyna 75 prósent sem er ekki nógu gott."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner