Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 01. september 2021 10:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikið undir í einvíginu hjá Breiðabliki
Breiðablik mætir Osijek í kvöld.
Breiðablik mætir Osijek í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik spilar í dag við Osijek frá Króatíu í fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Fyrri leikurinn í dag fer fram í Króatíu en seinni leikurinn er svo á Kópavogsvelli eftir viku. Sigurliðið úr þessu einvígi fer áfram í riðlakeppnina.

Það er mikið undir í einvíginu því það er fínn verðlaunapeningur fyrir það að komast í riðlakeppnina.

Á vefsíðu Aftonbladet segir að félög fái 400 þúsund evrur fyrir að komast í riðlakeppnina. Það eru tæpar 60 milljónir íslenskra króna. Ef Breiðablik kemst í riðlakeppnina, þá á félagið einnig möguleika á frekari tekjum.

„Þetta verða hörku leikir, ég held að við eigum alveg möguleika. Við þurfum auðvitað að hitta á góðan leik. Þurfum að nýta tækifærin," sagði Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Blika, í síðustu viku.

Riðlakeppnin er nýjung í Meistaradeild kvenna í ár; búið er að stækka keppnina og betrumbæta hana.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner