FH og Stjarnan eigast við í 21. umferð Bestu deildar karla klukkan 17:00 á Kaplakrikavelli. Byrjunarliðin fyrir leikinn hafa verið byrt og þetta eru breytingarnar sem þjálfararnir gera á sínum liðum.
Lestu um leikinn: FH 0 - 3 Stjarnan
Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir eina breytingu á sínu liði sem vann Fylki 3-2 í síðustu umferð. Jóhann Ægir Arnarsson sest á bekkinn en Ísak Óli Ólafsson kemur inn í liðið fyrir hann.
Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar gerir tvær breytingar á sínu liði sem vann HK 2-0 í síðustu umferð. Guðmundur Baldvin Nökkvason byrjar sinn fyrsta leik eftir erfið meiðsli en Heiðar Ægisson kemur einnig inn í liðið. Hilmar Árni Halldórsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson setjast á bekkinn.
Byrjunarlið FH:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ingimar Torbjörnsson Stöle
4. Ólafur Guðmundsson (f)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
45. Kristján Flóki Finnbogason
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
7. Örvar Eggertsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
80. Róbert Frosti Þorkelsson
Athugasemdir