Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
   sun 01. september 2024 18:20
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Víkings og Vals: Aron Jóhannsson kemur inn í byrjunarliðið
Víkingur gerir þrjár breytingar - Valur tvær
Aron Jóhannsson kemur inn í byrjunarlið Vals
Aron Jóhannsson kemur inn í byrjunarlið Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stórleikur 21.umferðar verður flautaður á klukkan 19:15 þegar Víkingar taka á móti Valsmönnum á heimavelli hamingjunnar. Byrjunarliðin eru klár og gera báðir þjálfarar breytingu á sínu liði.

Víkingur vonast til þess að komast aftur á sigurbraut og eru í harðri baráttu um fyrsta sæti deildarinnar. 

Valur hafa aðeins verið að gefa eftir í síðustu umferðum en geta með sigri í dag stimplað sig aftur inn í toppbaráttuna af krafti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Valur

Víkingur gerir þrjár breytingar á sínu líði frá leiknum ytra gegn Santa Coloma en inn koma Danijel Dejan Djuric, Tarik Ibrahimagic og Aron Elís Þrándarson.

Valur gera þá tvær breytingar á sínu liði frá leiknum gegn Vestra. Aron Jóhannsson og Orri Sigurður Ómarsson koma inn.


Byrjunarlið Víkingur R.:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth (f)
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
20. Tarik Ibrahimagic
21. Aron Elís Þrándarson (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Byrjunarlið Valur:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f)
6. Bjarni Mark Duffield
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson (f)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner