
Dagný Brynjarsdóttir er komin á fulla ferð á fótboltavellinum eftir barneign.
Hún kom inn á sem varamaður á dögunum í æfingaleik West Ham gegn PSG en leikurinn fór fram í Ástralíu. Enska liðið tapaði leiknum 1-0.
Liðið lék annan leik í morgun þar sem liðið tapaði 5-2 gegn Leicester en Dagný lék allan leikinn.
Hún lék ekki með West Ham á síðasta tímabili þar sem hún var ólétt. Í febrúar eignuðust hún og Ómar Páll Sigurbjartsson, eiginmaður hennar, sinn annan son. Hún var komin á bekkinn hjá liðinu í síðasta leiknum á síðustu leiktíð.
Nýtt tímabil í efstu deild á Englandi hefst þann 21. september en þá heimsækir liðið Manchester United,
Hammies. pic.twitter.com/120Rlqat8N
— West Ham United Women (@westhamwomen) September 1, 2024
Athugasemdir