Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 01. október 2020 12:20
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Már kom Astana yfir í tapleik
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Getty Images
Astana 1 - 2 Kaspyi Aktau
1-0 Rúnar Már Sigurjónsson ('37)
1-1 Billal Sebaihi ('72)
1-2 Maksym Marusich ('75)

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði fyrir Astana í tapleik í dag en hann er kominn með sex deildarmörk á tímabilinu.

Þetta var annar tapleikur Astana á tímabilinu en liðið er með 21 stig eftir ellefu leiki og situr í öðru sæti.

Kairat Almaty er á toppi deildarinnar með 25 stig en liðið á auk þess leik til góða.

Rúnar var ekki í síðasta landsliðshópi Íslands vegna meiðsla en verður að öllum líkindum í hópnum sem tilkynntur verður á morgun. Ísland mætir Rúmeníu í umspili fyrir EM alls staðar og svo gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner