Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 01. október 2022 23:48
Brynjar Ingi Erluson
Gallagher um markið: Þetta var skrifað í skýin
Conor Gallagher skoraði sigurmarkið gegn Palace
Conor Gallagher skoraði sigurmarkið gegn Palace
Mynd: EPA
Conor Gallagher, miðjumaður Chelsea, skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 2-1 sigri þess á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag, en hann segir að þetta hafi verið skrifað í skýin.

Englendingurinn var á láni hjá Crystal Palace frá Chelsea á síðustu leiktíð og var með bestu leikmönnum deildarinnar.

Chelsea ákvað að gefa honum tækifæri á þessu tímabili, en hann fékk lítið að spila undir stjórn Thomas Tuchel áður en þýski þjálfarinn var rekinn.

Graham Potter tók við liðinu á dögunum og er Gallagher staðráðinn í að sanna sig fyrir honum en það byrjar ágætlega því hann gerði sigurmarkið undir lok leiks gegn Palace.

„Það var sérstakt augnablik að koma inná og skora sigurmarkið og það fyrsta fyrir félagið."

„Þetta var skrifað í skýin. Því miður kom það gegn Palace, en ég er bara hæstánægður með að hafa skorað fyrsta mark mitt fyrir félagið."

„Allir vita hvað ég elskaði að vera hér hjá Palace og ég vil þakka öllu félaginu og stuðningsmönnum fyrir og líka bara fyrir daginn í dag þar sem ég fékk ótrúlegar móttökur."

„Vonandi get ég byggt upp sjálfstraust með markinu og haldið áfram á sömu braut. Ég vil gera allt sem ég get fyrir Graham Potter og vera klár þegar hann þarf á mér að halda, hvort sem ég byrja eða kem af bekknum. Auðvitað vil ég byrja og ég þarf að sýna honum að ég sé nógu góður,"
sagði Gallagher.
Athugasemdir
banner
banner
banner