
Kristján Guðmundsson og hans lið tryggði sér silfur í Bestu deildinni eftir 4-0 sigur á Keflavík á heimavelli sínum í dag.
„Ánægður með leikmennina, þær fylgdu því eftir sem við lögðum upp með, að spila agaðan fótbolta." Sagði Kristján eftir leik.
„Það gekk mjög vel, ég fann það um leið og við vorum búin að vinna fyrir norðan að hausinn var alveg rétt skrúfaður á leikmennina. En við fórum vissulega vel yfir málin í gærkvöldi." Þegar spurt var um spennustigið í vikunni.
Lestu um leikinn: Stjarnan 4 - 0 Keflavík
Mikill stíganda hefur verið í Garðabænum undanfarin ár „Mjög gott umhverfi og þær finna það. Við erum að fá mikið út úr leikmönnum þar sem liðsheildin er gríðarlega góð, þegar liðsheild er góð þá blómstra einstaklingarnir."
Talað hefur verið um námskeið sem Kristján fór á „Þetta námskeið heitir Samskipti stúlkna og er kennt í fjarkennslu við Háskólann á Akureyri. Það nýtist mér bæði í kennslu í grunnskóla og svo í þjálfun til að skilja hvernig konur tala saman og hvernig þær vilja ekki tala saman. Ég lærði ansi mikið af því."
„Við horfum á að halda kjarnanum og svo þurfum við að sjá hverjar fara í Bandaríkjana í skóla, þær sem fara þangað eru ekki að spila í Evrópukeppninni. Við þurfum að skoða það að bæta inn í leikmannahópinn og það verður allt að skoðast núna í framhaldi. Þessi hópur tekur stig úr öllum leikjum í seinni umferðinni, það er úr vöndu að velja." sagði Kristján þegar spurt var um næsta tímabil.
Nánar er rætt við Kristján í spilaranum hér að ofan.