Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   þri 01. október 2024 21:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alfons og Willum spiluðu í sögulegum sigri - Sigur gegn toppliðinu hjá Jasoni
WIllum og Alfons ásamt Christoph Klarer
WIllum og Alfons ásamt Christoph Klarer
Mynd: Getty Images

WIllum Þór Willumsson lék allan leikinn þegar Birmingham lagði Huddersfield að velli í ensku C-deildinni í kvöld. Alfons Sampsted kom inn á sem varamaður og spilaði allan seinni hálfleikinn.


Eina mark leiksins skoraði Alfie May eftir rúmlega klukkutíma leik. 1-0 sigur staðreynd. Þetta var sjöundi sigur liðsins í röð í deildinni en liðið hefur ekki unnið jafn marga deildarleiki í röð síðan árið 1946.

Liðið er á toppnum með 22 stig eftir átta umferðir en liðið gerði jafntefli gegn Reading í fyrstu umferð.

Jason Daði Svanþórsson var í byrjunariði Grimsby þegar liðið vann topplið Gillingham á útivelli í D-deildinni.

Eina mark leiksins skoraði Kieran Green um miðjan fyrri hálfleikinn. Jason var tekinn af velli eftir rúmlega klukkutíma leik. Grimsby er með 15 stig í 8. sæti eftir níu umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner