Tuchel og Terzic orðaðir við Man Utd - Sudakov til Lundúna? - Framherji Arsenal til Gladbach
   þri 01. október 2024 22:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Havertz og Foden stóðu upp úr
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Kai Havertz var valinn maður leiksins að mati Sky Sports eftir sigur Arsenal gegn PSG í Meistaradeildinni í kvöld.

Havertz kom liðinu yfir þegar hann komst framhjá tveimur varnarmönnum franska liðsins og vann boltann á undan Gianluigi Donnarumma og skallaði boltann í netið eftir sendingu frá Leandro Trossard.

Bukayo Saka skoraði seinna markið beint úr aukaspyrnu en þar átti Donnarumma klárlega að gera betur en hann fær fimm í einkunn. Havertz og Saka fá átta.

Eurosport valdi Phil Foden mann leiksins í 4-0 sigri Man City gegn Slovan Bratislava en hann skoraði eitt og lagði upp annað. Þá sýndu margir leikmenn Barcelona góða frammistöðu í 5-0 sigri gegn Young Boys en að mati Eurosport stóð Raphinha upp úr.


Arsenal: Raya (7); Timber (7), Saliba (7), Gabriel (7), Calafiori (7); Partey (7), Rice (7), Trossard (7); Saka (8), Havertz (8), Martinelli (7).

Varamenn: Kiwior (6), Merino (6), Jesus (6), Lewis-Skelly (6).

PSG: Donnarumma (5), Nuno Mendes (6), Pacho (6), Marquinhos (6), Hakimi (6), Neves (7), Vitinha (6), Zaire-Emery (6), Barcola (6), Lee (6), Doue (5).

Varamenn: Kolo Muani (6), Ruiz (6).


Man City gegn Slovan Bratislava: Ortega 7, Lewis 8, Stones 8, Akanji 7, Gvardiol 7, Gundogan 8, Nunes 7, Savinho 7, Foden 8*, Doku 8, Haaland 7. Subs: Dias 6, McAtee 7, Grealish 6, Walker 6.


Barcelona gegn Young Boys: Inaki Pena 8; Kounde 9, Cubarsí 9, Inigo Martínez 9, Balde 8; Casado 8, Pedri 9; Lamine Yamal 9, Ferran Torres 7, Raphinha 9; Lewandowski 8. Subs: Fati 7, Fort 7, De Jong 6, Victor 6, Cuenca 6


Athugasemdir
banner