Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stendur til boða að vera áfram hjá FH - „Búinn að vera frábær hjá okkur"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net á laugardag að hann teldi meiri líkur á því en minni að hann væri að spila sitt síðasta tímabil á ferlinum.

Björn Daníel, sem er 35 ára miðjumaður, er uppalinn hjá FH og hefur allan sinn feril á Íslandi spilað í hvítu og svörtu. Erlendis lék hann í Danmörku og Noregi og lék hann átta A-landsleiki.

Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH, var spurður út í Björn.

„Hann veit að honum stendur til boða að vera áfram hjá okkur. Það er bara ákvörðun sem hann tekur og ég ber bara virðingu fyrir þeirri ákvörðun, hver svo sem hún verður. Hann er búinn að vera frábær hjá okkur undanfarin ár, hefur stigið hrikalega vel upp sem leiðtogi liðsins. Ef hann ákveður að hætta getur hann heldur betur sett skóna á hilluna stoltur af sínum ferli og því hvernig hann hefur endað hann," segir Davíð.

Kaupmöguleiki í lánssamningi Faqa
Ahmad Faqa er á láni hjá FH frá sænska félaginu AIK, hann hefur verið í stóru hlutverki í liðinu í sumar. FH er með kaupmöguleika í lánssamningnum.

„Það er samtal sem mun eiga sér stað eftir tímabilið. Við erum með möguleika á að kaupa hann, en það er ýmislegt sem þarf að ganga upp. Við þurfum að eiga fyrir því og honum þarf að finnast Ísland vera rétti staðurinn fyrir sig. En það er klárlega áhugi hjá okkur að fá hann alfarið til okkar."
Athugasemdir
banner
banner