Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 20:26
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild Asíu: Aron Einar í sigurliði - Stórstjörnur á skotskónum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fóru fjórir leikir fram í deildarkeppni Meistaradeildar Asíu þar sem Aron Einar Gunnarsson var í sigurliði Al-Gharafa.

Aron Einar lék fyrstu 83 mínúturnar í 2-0 sigri áður en honum var skipt af velli fyrir Mason Holgate, fyrrum leikmann Everton. Al-Gharafa lagði Al-Shorta frá Íran að velli.

Staðan var markalaus í leikhlé en Joselu og Ferjani Sassi skoruðu sitthvort markið með stuttu millibili í upphafi síðari hálfleiks. Báðir skoruðu þeir eftir undirbúning frá Yacine Brahimi, fyrrum leikmanni FC Porto.

Al-Gharafa er með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Aron og félagar töpuðu gegn Milos Milojevic og lærlingum hans í Al-Sharjah í fyrstu umferð.

Al-Duhail tók svo á móti stjörnum prýddu liði Al-Ahli og skildu þau jöfn, 2-2, í Katar. Riyad Mahrez komst á blað í liði Al-Ahli áður en Krzysztof Piatek jafnaði fyrir heimamenn í liði Al-Duhail.

Marco Verratti og Luis Alberto voru meðal byrjunarliðsmanna í liði heimamanna á meðan Enzo Millot og Franck Kessié voru í byrjunarliði gestanna. Ivan Toney kom inn af bekknum.

Al-Duhail er með eitt stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Al-Ahli er með fjögur stig.

Al-Hilal heimsótti þá Nasaf Qarshi til Úsbekistan og skóp nauman sigur eftir erfiða rimmu. Úsbekarnir hafa verið að reynast stórveldunum frá Sádi-Arabíu erfiðir án þess þó að landa mörgum sigrum.

Sergej Milinkovic-Savic var í lykilhlutverki í dag þar sem hann skoraði og lagði upp í sigrinum. Theo Hernández og Marcos Leonardo komust einnig á blað.

Al-Hilal er með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.

Að lokum gerðu Tractor og Al-Wahda markalaust jafntefli í Íran. Dusan Tadic er stjörnuleikmaður Al-Wahda, sem leikur í efstu deild í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Al-Gharafa 2 - 0 Al-Shorta
1-0 Joselu ('48)
2-0 Ferjani Sassi ('54)

Al-Duhail 2 - 2 Al-Ahli
1-0 Edmilson Junior ('25)
1-1 Matheus Goncalves ('42)
1-2 Riyad Mahrez ('45+1)
2-2 Krzysztof Piatek ('48)

Nasaf Qarshi 2 - 3 Al-Hilal
0-1 Sergej Milinkovic-Savic ('21)
1-1 S. Bakhromov ('27)
1-2 Theo Hernandez ('45+2)
2-2 J. Sidikov ('60)
2-3 Marcos Leonardo ('79)

Tractor 0 - 0 Al-Wahda
Athugasemdir
banner