Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 12:40
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 24. umferð - „Strákarnir voru alltaf að stríða mér“
Fred Saraiva (Fram)
Fred var frábær fyrir Framara.
Fred var frábær fyrir Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíumaðurinn Fred skoraði bæði mörk Fram í 2-0 sigri liðsins gegn Val á sunnudag. Áhugavert er að þessi snjalli leikmaður var þarna að skora sín fyrstu mörk á tímabilinu.

Fred var í varnarsinnaðra hlutverki en hann er vanur í upphafi tímabils en í samtali við Vísi var hann spurður út í ástæðuna fyrir því að hann hafi ekki skorað áður á tímabilinu?

„Ég veit það ekki. Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora, en ég held að það hafi oft bara verið óheppni. Tilfinningin er góð og loksins náði ég að skora," sagði Fred eftir leik.

„Ég er ekki búinn að vera að hugsa um mörk og stoðsendingar þetta tímabilið. Ég er bara búinn að vera að hugsa um að hjálpa liðinu og ég er ánægður með að við höfum náð að lenda í efri hlutanum. Svo var ég auðvitað ánægður með að ná að skora tvö mörk á móti einu af þessum stóru liðum."

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Valur

Fram vann verðskuldaðan sigur og Fred var að sjálfsögðu valinn maður leiksins. Hann er auk þess sterkasti leikmaður umferðarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.

„Fred var frábær í dag og skoraði mörkin tvö sem að tryggðu Fram sigurinn. Seinna markið var sérstaklega glæsilegt þegar hann afgreiddi stoðsendingu frá Kennie Chopart frábærlega í samskeytin," skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrslu sinni um leikinn.



Leikmenn umferðarinnar:
23. umferð - Gylfi Þór Sigurðsson (Víkingur)
22. umferð - Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur)
21. umferð - Freyr Sigurðsson (Fram)
20. umferð - Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
19. umferð - Vicente Valor (ÍBV)
18. umferð - Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
17. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
16. umferð - Frederik Schram (Valur)
15. umferð - Björn Daníel Sverrisson (FH)
14. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
13. umferð - Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik)
12. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
11. umferð - Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan)
10. umferð - Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
9. umferð - Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
8. umferð - Jakob Byström (Fram)
7. umferð - Kjartan Kári Halldórsson (FH)
6. umferð - Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
5. umferð - Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
4. umferð - Bjarki Björn Gunnarsson (ÍBV)
3. umferð - Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
2. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
1. umferð - Rúnar Már Sigurjónsson (ÍA)
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 24 14 6 4 52 - 30 +22 48
2.    Valur 24 12 5 7 54 - 38 +16 41
3.    Stjarnan 24 12 5 7 45 - 38 +7 41
4.    Breiðablik 24 9 9 6 39 - 37 +2 36
5.    FH 24 8 8 8 42 - 36 +6 32
6.    Fram 24 9 5 10 35 - 33 +2 32
Athugasemdir
banner