Troy Deeney sérfræðingur BBC sér um að velja lið umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Það er áhugaverð sjötta umferð að baki. Liverpool tapaði óvænt fyrir Crystal Palace og Arsenal minnkaði forystu Liverpool á toppnum niður í tvö stig með því að vinna dramatískan sigur gegn Newcastle.
Markmaður: Robin Roefs (Sunderland) - Ein helsta ástæða þess að Sunderland náði að knýja fram sigur gegn Forest. Átti sjö heimsklassa vörslur og var öruggur í sínum aðgerðum.
Varnarmaður: Santiago Bueno (Wolves) - Skoraði og var frábær í dramatísku jafntefli Úlfanna gegn Tottenham.
Varnarmaður: Joe Rodon (Leeds) - Hjartað í varnarlínu Leeds, skoraði gott mark og var nálægt því að bæta öðru marki við í 2-2 jafntefli gegn Bournemouth.
Varnarmaður: Omar Alderete (Sunderland) - Var fremstur meðal jafningja í varnarlínu Sunderland er þeir unnu 1-0 iðnaðarsigur á Nottingham Forest, ekki skemmdi fyrir að Aldrete skoraði eina mark leiksins.
Varnarmaður: Tyrick Mitchell (Crystal Palace) - Mitchell búinn að vera frábær það sem af er tímabils og var engin undantekning gerð þar á um helgina er Palace vann frækinn sigur á Liverpool. Sýndi góða varnartilburði og hélt Mo Salah í skefjum.
Miðjumaður: Eberechi Eze (Arsenal) - Maður leiksins í hádramatískum sigri Arsenal á Newcastle. Hefði Nick Pope ekki verið í þessum ham hefði Eze hæglega getað skorað þrennu.
Miðjumaður: Granit Xhaka (Sunderland) - Sannkölluð fyrirliðaframmistaða hjá Svisslendingnum á miðjunni í iðnaðarsigri Sunderland á Nottingham Forest, lagði upp eina mark leiksins.
Miðjumaður: John McGinn (Aston Villa) - Villa eru komnir á sigurbraut eftir skelfilega byrjun á tímabilinu. McGinn hélt uppteknum hætti í leiknum þar sem hann skoraði, var spjaldaður en fór meiddur af velli sem gæti verið áhyggjuefni fyrir liðið.
Miðjumaður: Yankuba Minteh (Brighton) - Stórkostlegur í 3-1 sigri Brighton á Chelsea. Eftir að Chelsea misstu mann af velli tók Minteh yfir leikinn og lagði upp eitt mark.
Sóknarmaður: Erling Haaland (Manchester City) - Skoraði tvö mörk og lagði upp í stórsigri City gegn Burnley. Markavélin er svo sannarlega byrjuð að malla.
Sóknarmaður: Igor Thiago (Brentford) - Magnaður í sigri Brentford á Man Utd. Gerði þeim De Ligt og Maguire lífið leitt með sínum stóra skrokki og skoraði fyrstu tvö mörk Brentford.
Athugasemdir