Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Frábær endurkomusigur hjá Oviedo - Sociedad í fallsæti
Mynd: EPA
Valencia 1 - 2 Oviedo
1-0 Arnaut Danjuma ('4 )
1-0 Arnaut Danjuma ('75 , Misnotað víti)
1-1 Luka Ilic ('85 )
1-2 Salomon Rondon ('86 )
Rautt spjald: Luka Ilic, Oviedo ('90)

Real Oviedo vann dramatískan sigur gegn Valencia í spænsku deildinni í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs.

Arnaut Danjuma kom Valencia yfir snemma leiks. Hann fékk tækifæri á að bæta öðru markinu við þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma en Aaron Escandell, markvörður Oviedo, varði vítaspyrnu frá honum.

Luka Ilic jafnaði metin fyrir Oviedo jafnaði metin þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og strax í kjölfarið tryggði Salomon Rondon sigurinn. Ilic fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt í blálokin.

Oviedo stökk upp úr fallsæti og er með sex stig eftir sjö umferðir í 14. sæti. Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad féllu niður í fallsæti eftir sigur Oviedo. Valencia er með átta stig í 12. sæti.
Athugasemdir
banner