Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
banner
   mán 29. september 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Arnar Barðdal í Hauka (Staðfest)
Mynd: Haukar
Haukar hafa verið duglegir að styrkja hópinn sinn síðustu daga og hafa nú kynnt Jón Arnar Barðdal til leiks.

Jón Arnar býr yfir mikilli reynslu en hann er fæddur 1995 og kemur til Hauka úr röðum KFG.

Hann er uppalinn hjá Stjörnunni og á 43 leiki að baki í efstu deild með Stjörnunni og HK. Hann hefur einnig leikið í næstefstu deild með Þrótti R., ÍBV, ÍR og Fjarðabyggð en undanfarin ár hefur hann leikið með KFG.

Hann var algjör lykilmaður í liði KFG síðustu tvö ár en var lítið með í sumar.

Jón Arnar er með 61 mark í 188 KSÍ-leikjum.


Athugasemdir
banner