Bjarki Steinn Bjarkason byrjaði á bekknum í fyrsta sinn á tímabilinu í markalausu jafntefli gegn Palermo í B-deildinni á Ítalíu í kvöld. Hann var með stoðsendingu í 2-0 sigri gegn Spezia um helgina.
Bjarki kom inn á 78. mínútu í kvöld. Venezia er með níu stig í 7. sæti eftir sex umferðir.
Bjarki kom inn á 78. mínútu í kvöld. Venezia er með níu stig í 7. sæti eftir sex umferðir.
Helgi Fróði Ingason kom inn á 70. mínútu þegar Helmond tapaði 1-0 gegn Willem II í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er í 12. sæti með 10 stig eftir níu umferðir.
Al-Sharjah frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum gerði 1-1 jafntefli gegn Al-Sadd frá Katar í Meistaradeildinni í Asíu. Al-Sharjah er með fjögur stig eftir tvær umferðir. Milos Milojevic er stjóri Al-Sharjah.
Athugasemdir