Chelsea vann nauman sigur gegn Benfica á Stamford Bridge í Meistaradeildinni í kvöld. Richard Rios varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Alejandro Garnacho.
„Við vorum betri í fyrri hálfleik en seinni hálfleik á boltann. Við þurfum að gera betur varnarlega en það er gott að halda hreinu," sagði Maresca.
Joao Pedro fékk rautt spjald í blálokin en Chelsea hefur fengið þrjú rauð spjöld í síðustu fjórum leikjum. Pedro fékk seinna gula spjaldið fyrir hættuspark.
„Það jákvæða er að við erum að bæta okkur og getum unnið manni færri," sagði Maresca léttur í bragði. „Hann snerti ekki manninn en þetta var hættulegt."
Robert Sanchez fékk rautt spjald í tapi gegn Man Utd og Trevoh Chalobah fékk rautt í tapi gegn Brighton.
Athugasemdir