Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
England: Nuno byrjar á jafntefli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Everton 1 - 1 West Ham
1-0 Michael Keane ('18)
1-1 Jarrod Bowen ('65)

Everton og West Ham áttust við í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni og var mikil eftirvænting fyrir þennan leik. David Moyes mætti hér sínum fyrrum lærlingum í liði West Ham á meðan Nuno Espírito Santo stýrði Hömrunum í fyrsta sinn.

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en Everton tók forystuna eftir fyrstu hornspyrnuna sína. Michael Keane var skilinn einn eftir og skoraði hann auðveldlega með fríum skalla.

Varnarleikur West Ham hefur verið gagnrýndur á tímabilinu og þá sérstaklega í föstum leikatriðum. Að laga varnarleikinn er eitt brýnasta verkefnið sem bíður Nuno hjá sínu nýja félagi.

Það var lítið um færi og leiddi Everton allt þar til um miðbik síðari hálfleiks þegar West Ham náði betri fótfestu í leiknum og byrjaði að halda boltanum betur innan liðsins.

Malick Diouf þaut upp vinstri vænginn og gaf fyrir. Keane náði að setja hausinn í boltann en hann barst til Jarrod Bowen sem skoraði. Skot hans breytti um stefnu af varnarmanni og því átti Jordan Pickford aldrei möguleika.

Það var áfram jafnræði á vellinum og tókst báðum liðum að skapa sér fínar stöður en boltinn rataði ekki í netið. Lokatölur 1-1. Nuno byrjar því þjálfaraferilinn hjá West Ham á jafntefli.

Everton er um miðja deild með átta stig eftir þetta jafntefli. West Ham er í fallsæti með fjögur stig.

   29.09.2025 19:39
West Ham nálgast met þegar kemur að hornspyrnum

Athugasemdir
banner