Antonio Conte, stjóri Napoli, var ósáttur við Kevin de Bruyne eftir tap liðsins gegn AC Milan í ítölsku deildinni um helgina.
Alexis Saelemaekers kom Milan yfir og Christian Pulisic bætti öðru markinu við. Pervis Estupinan fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Giovanni Di Lorenzo og De Bruyne minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í kjölfarið.
Alexis Saelemaekers kom Milan yfir og Christian Pulisic bætti öðru markinu við. Pervis Estupinan fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Giovanni Di Lorenzo og De Bruyne minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu í kjölfarið.
De Bruyne var augljóslega ekki sáttur með skiptinguna og sagði eitthvað við Conte á leiðinni á bekkinn.
„Ég vona að hann hafi verið pirraður vegna úrslitanna því ef hann var pirraður út af einhverju öðru er hann að takast á við rangan aðila," sagði Conte.
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Conte hafi ekki rætt við De Bruyne sérstaklega en hann hafi rætt við liðið um að svona hegðun sé ekki liðin.
Athugasemdir