Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 19:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimir Guðjóns yfirgefur FH eftir tímabilið (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að Heimir Guðjónsson muni yfirgefa félagið eftir tímabilið þegar samningurinn hans rennur út.

Heimir á sér langa sögu með FH en hann var leikmaður liðsins frá 2000-2005.

Hann tók við sem aðstoðarþjálfari um leið og skórnir fóru á hilluna árið 2005 og tók svo alfarið við árið 2008 til 2017. Liðið var Íslandsmeistari sex sinnum undir hans stjórn og tvisvar bikarmeistari.

Hann stýrði síðan HB í Færeyjum og Val áður en hann sneri aftur í Kaplakrika árið 2022.

„Heimir tók við þjálfun FH á ný eftir erfitt tímabil árið 2022 og fékk það verkefni að koma á stöðugleika hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur liðið síðustu þrjú ár tryggt sér sæti í efri hluta deildarinnar, í samræmi við markmið félagsins," segir í tilkynningu frá félaginu.


Athugasemdir