Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Framlengir eftir að hafa neitað Chelsea og Al-Nassr
Mynd: EPA
Spænski varnartengiliðurinn Marc Bernal er búinn að gera nýjan fjögurra ára samning við Spánarmeistara Barcelona eftir að hafa verið eftirsóttur í sumar.

Chelsea og Al-Nassr eru meðal félaga sem spurðust fyrir um Bernal, en leikmaðurinn sagðist ekki vilja fara frá uppeldisfélaginu sínu.

Bernal er 18 ára gamall og hefur æft með Barcelona í meira en áratug. Hann sleit krossband í fyrra og missti af öllu síðasta tímabili en er nýlega byrjaður að spila mínútur aftur með aðalliðinu. Hann hefur komið inn af bekknum tvisvar sinnum á deildartímabilinu og er búinn að gefa eina stoðsendingu.

Nýr samningur Bernal gildir til sumarsins 2029. Spænsk félög eru skyldug til að hafa riftunarákvæði í samningum leikmanna sinna og hljóðar ákvæðið í samningi Bernal upp á hvorki meira né minna en 500 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner