Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 15:47
Innkastið
Finnst FH koma illa fram við Heimi
Heimir Guðjónsson verður líklega ekki áfram þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson verður líklega ekki áfram þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir og Kjartan Henry.
Heimir og Kjartan Henry.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Haukur Harðarson, stuðningsmaður FH, gagnrýnir stjórnarhætti Hafnarfjarðarfélagsins. Hann segir samskiptaleysi innan félagsins og kallar eftir því að menn séu hreinir og beinir.

Heimir Guðjónsson, þjálfari liðsins, sagði í viðtali um helgina að hann teldi ólíklegt að hann verði áfram. Samningur hans rennur út eftir tímabilið og ekki hefur verið rætt við hann. Það hafa verið háværar sögusagnir í sumar um að FH ætli ekki að halda Heimi.

„Mér finnst það vera ömurleg vinnubrögð að ekki sé búið að tilkynna Heimi að hann verði ekki áfram með liðið. Mér finnst félagið oft koma illa fram við FH-inga og Heimir er FH-ingur í dag. Mér finnst hann eiga betra skilið," segir Magnús í Innkastinu.

„Síðast þegar hann hætti með FH var eins og FH væri að bíða eftir að Breiðablik myndi ráða þjálfara og þá létu þeir hann vita. Eins og þeir vildu ekki að hann myndi fara þangað," segir Valur Gunnarsson í Innkastinu en leiðindi voru þegar FH lét Heimi fara eftir tímabilið 2017.

„Ef það er einhver sem á það skilið að vera vel komið fram við sig þá er það Heimir Guðjóns hjá FH. Mér finnst glatað að það sé komið fram við hann svona aftur."

Ég sem FH-ingur þoli þetta ekki
Magnús Haukur setur þá spurningamerki við Kjartan Henry Finnbogason aðstoðarþjálfara og hvort hann sé í starfinu að heilum hug.

„Mér finnst Heimir fórnarlamb þess að aðstoðarmenn hafi ekki stigið nægilega vel upp. Kjartan Henry var ekki á bekknum gegn Stjörnunni og ég heyrði af honum á flugvelli í Portúgal. Ég myndi vilja að aðstoðarmaðurinn minn væri alltaf til staðar, væri ekki að lýsa leikjum á Sýn Sport og missa af æfingum. Ég sem FH-ingur þoli þetta ekki. Það er fórnarkostnaður þegar kemur að þessum bolta og ég er mjög ósáttur við þetta," segir Magnús.
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Athugasemdir
banner