Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   þri 30. september 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Shelvey kominn til Dúbaí (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski miðjumaðurinn Jonjo Shelvey er búinn að skipta yfir til Dúbaí þar sem hann skrifar undir samning við Arabian Falcons FC.

Shelvey er 33 ára gamall og fer til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa runnið út á samningi hjá Burnley í sumar.

Shelvey, sem er enn í dag yngsti markaskorari í sögu Charlton Athletic, lék meðal annars fyrir Liverpool og Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. Auk þess lék hann 6 A-landsleiki fyrir Englands hönd eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur upp yngri landsliðin.

Shelvey getur búist við að sinna mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá arabísku fálkunum, sem er nýlega stofnað félag og leikur í næstefstu deild í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Shelvey klæðist treyju númer 53 hjá félaginu og lék sinn fyrsta leik núna á laugardaginn. Það var hans fyrsti keppnisleikur síðan í mars.

Arabian Falcons er þriðja félagið sem Shelvey leikur fyrir á árinu.
Athugasemdir
banner
banner