
Jamie Carragher segir Liverpool ekki líta út fyrir að vera topplið og kallar eftir því að Florian Wirtz sé bekkjaður.
Galatasaray vann 1-0 sigur gegn Liverpool í gær en þetta var annar ósigur enska meistaraliðsins í röð. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, er allt annað en ánægður með sitt lið.
„Mér líður ekki eins og ég sé að horfa á topplið. Liverpool er ekki að spila almennilegan fótbolta sem stendur, það er eins og þetta sé körfubolti endanna á milli og þannig spila ekki topplið," segir Carragher.
„Mér líður ekki eins og ég sé að horfa á topplið. Liverpool er ekki að spila almennilegan fótbolta sem stendur, það er eins og þetta sé körfubolti endanna á milli og þannig spila ekki topplið," segir Carragher.
„Allt gekk svo þægilega fyrir sig á síðasta tímabili en nú þarf Arne Slot að hafa fyrir hlutunum. Það eru hlutir sem þarf að laga og það verður fróðlegt að sjá hvernig það gengur."
Carragher gagnrýnir Florian Wirtz sérstaklega en þýski landsliðsmaðurinn var keyptur á 116 milljónir punda í sumar.
„Jafnvægið í liðinu er ekki rétt sem stendur og þar er Florian Wirtz augljós veikleiki. Hann er ekki með í keppninni. Hann er ungur leikmaður í nýrri deild og þarf að fá tíma en núna þarf hann að víkja úr liðinu. Liverpool þarf að fara aftur í það sem liðið gerði á síðasta tímabili, öðlast sjálfstraust og byggja ofan á það. Það þarf að byggja upp stöðugleika varnarlega því þetta er algjör óreiða núna."
„Það hefur stefnt í þetta. Liverpool var í miklum vandræðum með tíu leikmenn Newcastle. Crystal Palace skapaði sjö stór marktækifæri. Stjórinn þarf að finna lausnir," segir Carragher en Liverpool getur svarað á laugardag, þegar liðið mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir