Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 08:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Slot ósáttur með vítaspyrnudóminn og uppbótartímann
Mynd: EPA
Liverpool tapaði gegn Galatasaray í 2. umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar í gær. Þetta var annað tap liðsins í röð eftir tap gegn Crystal Palace í úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

„Ég er vonsvikinn. Fótbolti snýst um að vinna en fyrir mér var þetta öðruvísi frammistaða með og án bolta miðað við laugardaginn," sagði Slot.

Átta mínútum var bætt við venjulegan leiktíma en Slot taldi að dómarinn hefði átt að bæta við uppbótatímann.

„Boltinn var ekki mikið í leik í seinni hálfleik. Framherjinn þeirra lá mikið, skiptingar og meiðsli. Dómarinn flautaði af eftir nákvæmlega átta mínútur."

Victor Osimhen skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Dominik Szoboszlai var dæmdur brotlegur þegar hann sló Baris Alper Yilmaz.

„Szoboszlai gerði ekkert af sér. Þeir voru sniðugri en við í þessum aðstæðum, þeir gerðu 20 prósent víti að 100 prósent víti."
Athugasemdir
banner