Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 08:00
Elvar Geir Magnússon
Unglingalið KA leikur seinni leikinn á Akureyri í dag
Byrjunarlið KA í fyrri leiknum.
Byrjunarlið KA í fyrri leiknum.
Mynd: Aðsend
KA, sem varð Íslandsmeistari í 2. flokki á síðasta ári, mætir í dag lettneska liðinu Jelgava í seinni viðureign liðanna í 1. umferð Evrópukeppni unglingaliða.

Það má búast við spennandi leik en fyrri leikurinn í Lettlandi endaði með 2-2 jafntefli og verður leikið til þrautar í dag.

Leikurinn verður á Greifavellinum á Akureyri og hefst klukkan 14:00. Jóhann Þór Hólmgrímsson textalýsir leiknum hér á Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: KA U19 0 -  0 Jelgava U19

Lettneska liðið leiddi 2-0 í hálfleik í fyrri leiknum en KA kom til baka í seinni hálfleik og náði jafntefli.

Valdimar Logi Sævarsson minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu og varamaðurinn Andri Valur Finnbogason jafnaði svo metin á 84. mínútu.

Þeir Slobodan Milisic og Egill Daði Angantýsson eru þjálfarar KA liðsins.
Athugasemdir
banner