Íslendingarnir efnilegu hjá FC Kaupmannahöfn, Viktor Bjarki Daðason og Gunnar Orri Olsen, skoruðu báðir fyrir U19 lið félagsins í dag.
Þá lék FCK gegn Qarabag frá Aserbaídsjan í Evrópukeppni unglingaliða en spilað var í Bakú.
Þá lék FCK gegn Qarabag frá Aserbaídsjan í Evrópukeppni unglingaliða en spilað var í Bakú.
Báðir voru þeir í byrjunarliðinu, Viktor sem fremsti maður og Gunnar á kantinum.
FCK vann 5-0 sigur þar sem Gunnar, sem er uppalinn hjá Stjörnunni, skoraði annað mark leiksins og Viktor, sem er fyrrum leikmaður Fram, skoraði það þriðja.
Þetta var annar leikur FCK á deildarstigi U19 keppninnar en í síðasta mánuði tapaði liðið 0-2 fyrir Bayer Leverkusen. Viktor og Gunnar voru einnig í byrjunarliðinu í þeim leik.
Athugasemdir