Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   þri 30. september 2025 18:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Líkir Pedri við Harry Potter - „Vonandi kemur hann ekki með töfrasprotann"
Mynd: EPA
Luis Enrique, stjóri PSG, líkti Pedri, miðjumanni Barcelona, við galdrastrákinn Harry Potter úr samnefndum bókum og kvikmyndum.

Pedri er einn besti miðjumaður heims en Enrique þekkir hann vel eftir tímann sinn sem landsliðsþjálfari Spánar. Enrique stýrði einnig Barcelona á sínum tíma en þá var Pedri ekki kominn til liðsins.

PSG heimsækir Barcelona í 2. umferð deildarkeppni Meistaradeildarinnar á morgun.

„Pedri þekkir mig vel út frá landsliðinu og hann veit hvað við erum að reyna gera. Ég hef sagt það áður að hann er Harry Potter og vonandi kemur hann ekki með töfrasprotann á morgun," sagði Enrique.

„Við munum reyna að gera allt sem við getum svo að hann taki sem minnst þátt.“
Athugasemdir
banner