
„Tilfinningin er ótrúlega góð. Þetta var mjög sætur sigur, börðumst heldur betur og unnum vel fyrir þessu,'' segir Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þrótt, eftir 3-2 sigur gegn Breiðablik í 2. umferð efri hluta Bestu deildarinnar.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 - 2 Breiðablik
Það voru læti í klefanum hjá Þrótt eftir leikinn.
„Það var markmið að ná að vinna þær og halda okkur í þessari baráttu um Evrópusæti, þannig já mjög sáttar. Við viljum vinna rest. Það eru þrír leikir eftir og við viljum vinna þá alla, það er bara FH næst og við ætlum að vinna þann leik.''
Álfhildur var að skrifa undir nýjum þriggja ára samning hjá Þrótt.
„Mér líður ótrúlega vel hérna og langar að vera áfram og geta gert eitthvað fyrir Þrótt. Mér þykir ótrúlega vænt um þennan klúbb.''
Óli Kristjáns hætti sem þjálfari Þrótt eftir tímabilið. Álfhildur var spurð út hvernig sú ákvörðun hefði áhrif á leikmennina.
„Erfitt auðvitað og leiðinlegt. En við samgleðjumst honum heldur betur og skiljum hann vel. Það verður erfitt að kveðja Óla.''
Nik þjálfaði Álfhildi þegar hann þjálfaði Þrótt. Álfhildur var spurð út í þjálfaraskiptið hjá Nik.
„Það er mjög spennandi og ég samgleðst honum sömuleiðis. Ég veit að þetta er búið að vera markmið hjá honum. Þannig að mér finnst það mjög gaman og geggjað tækifæri fyrir hann.''
Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.