Manchester liðin og fleiri vilja Semenyo - Arsenal í viðræðum við Saka - Barcelona bíður með ákvörðun um Rashford
   mið 01. október 2025 06:00
Kári Snorrason
Háskólaboltinn - Dagur Trausta opnaði markareikninginn og Ólöf Freyja sóknarmaður vikunnar
Dagur Traustason.
Dagur Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir, leikmaður KR, var með tvær stoðsendingar í 3-0 sigri West Florida á Spring Hill.
Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir, leikmaður KR, var með tvær stoðsendingar í 3-0 sigri West Florida á Spring Hill.
Mynd: KR
Það var nóg um að vera hjá íslenskum leikmönnum í bandaríska háskólaboltanum í síðastliðinni viku. Fjölmargir Íslendingar voru í eldlínunni og létu til sín taka. 

Dagur Traustason, leikmaður FH, opnaði markareikninginn sinn fyrir Virginia Tech með sigurmarki í 0-1 útsigri á East Tennessee State.

Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, og Axel Máni Guðbjörnsson, leikmaður Fylkis, spiluðu báðir fyrir Duke í 1-0 sigri á Louisville.

Lúkas Magni Magnason, fyrrum leikmaður KR, og Ólafur Flóki Stephensen, leikmaður Vals, voru báðir á sínum stað í vörn Clemson og Lúkas skoraði eitt af mörkum liðsins í 3-4 útisigri á Wake Forest (Sjáðu mark Lúkasar á fjórðu síðu).

Heiðar Máni Hermannsson, leikmaður Hauka, var á sínum stað í markinu í byrjunarliði Stony Brook og hélt hreinu í 2-0 sigri á Northeastern. Heiðar var valinn “Defensive Player of the Week” í deildinni fyrir sína frammistöðu í leiknum.

Sindri Sigurðarson, leikmaður Dalvíkur, var í byrjunarliði Queens og skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í 1-1 jafntefli gegn Central Arkansas.

Þengill Orrason, leikmaður Fram, var að venju í byrjunarliði Hofstra og spilaði allar mínútur liðsins í hjarta varnarinnar í sigrum á Columbia, 2-1, og Drexel, 1-0. Þengill hefur byrjað alla leiki liðsins á tímabilinu.

Alexander Clive Vokes, leikmaður Selfoss, og Ívar Orri Gissurarson, leikmaður HK, voru báðir á sínum stað í byrjunarliði Albany í síðustu tveimur leikjum liðsins. Báðir hafa þeir byrjað tímabilið sterkt og byrjað alla níu leiki liðsins. Ívar er með tvö mörk og eina stoðsendingu á tímabilinu og Alex með eitt mark og tvær stoðsendingar.

Nökkvi Hjörvarsson, leikmaður Þórs spilaði allan leikinn fyrir Bradley og var með stoðsendinguna í eina marki liðsins í 1-1 jafntefli gegn Illinois Chicago. Marteinn Ingi Helgason, leikmaður Breiðabliks, skoraði sitt fyrsta mark fyrir USC Lancaster í 5-0 sigri liðsins á USC Salkehatchie.

Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir, leikmaður KR, heldur áfram sinni frábæru byrjun með West Florida og var með tvær stoðsendingar í 3-0 sigri á Spring Hill. Hún er komin með fjögur mörk og þrjár stoðsendingar í fyrstu sjö leikjum tímabilsins og var valin “Offensive Player of the Week” vikunnar nýlega í sinni deild.

Matthildur Inga Traustadóttir, leikmaður Álftanes, var í byrjunarliði Thomas U. og lagði upp eitt af sex mörkum liðsins í 6-1 sigri á Brewton-Parker.


Athugasemdir