Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
banner
   þri 30. september 2025 21:03
Brynjar Óli Ágústsson
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns, þjálfari Þrótt
Óli Kristjáns, þjálfari Þrótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinning er bara góð, hörku leikur. Aðstæður voru rok og rigning, en stelpurnar tóku því vel,'' Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þrótt eftir 3-2 sigur gegn Breiðablik í 2. umferð efri hluta Bestu deildarinnar.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 3 -  2 Breiðablik

„Við vorum undir í fyrri hálfleik en skorum mjög gott mark þegar við aðeins slökuðum á og náðum að setja saman sókn. En í seinni hálfleik þá var þetta karakter,''

Þróttur voru einu marki yfir eftir fyrri hálfleik. Óli var spurður út í stemninguna í klefanum í hálfleik.

„Hún var góð. Það voru nokkur atriði sem við þurftum að laga. Mér fannst vera dálítið panikk þegar við vorum að reyna koma boltanum upp völlinn. Mér fannst við ganga aðeins betur í seinni hálfleik og svo var ofboðslega gott að hafa Kaylu og Sierru upp á topp sem unnu mjög vel,''

Með sigri hér hefði Breiðarblik geta tryggt sér Íslandsmeistara titilinn.

„Nei þetta snerist ekkert um það. Þetta snerist bara um að við fengum þrjú stig. Það er búið að setja þetta rosalega mikið upp hvort að við séum að eyðileggja eitthvað partý. Það snýst um að Þróttur fá þrjú stig og komist ofar í töflunni.''

Óli var spurður út í tímabilið í ár hjá Þrótt.

„Ef þú horfir á allt tímabilið þá er það búið að vera virkilega gott. Það kom kafli eftir EM hléið sem að við aðeins fórum niður, en það voru ýmsar skíringar á því. Mér finnst sýna styrk að liðið kemur til baka og tveir seinustu leikur voru hörku leikir,''

Það voru tíðindi um helgina þegar Óli var kynntur sem aðstoðarþjálfari kvennalandslið Íslands.

„Ég er ekki farinn frá borði. Ég verð að melta það hvernig ég fer frá borði. Þróttur er búið að setjast í hjartað á mér og stelpurnar líka. Það verður eflaust væmið þegar seinasti leikur er spilaður.''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner